Algengar spurningar

Hvaða efni eru notuð í fötin frá Movesgood?

Að velja efni og trefjar sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið er grunnurinn að öllu sem Movesgood gerir. Efni úr bambus og hör eru umhverfisvænust og mynda kjarnann í öllum flíkum Movesgood. Við höfum einnig skuldbundið okkur til að nota ekki bómull eða neinar tilbúnar trefjar/gerviefni í neinum af flíkum okkar.

Hvar eru verksmiðjur Movesgood?

Movesgood velja vandlega samstarfsverksmiðjur þeirra í Kína og í Tyrklandi til að tryggja að eingöngu séu notuð umhverfisvæn efni og starfshættir og, mikilvægast af öllu, að verksmiðjurnar fylgi ströngum stöðlum Movesgood og tryggji sanngjörn vinnuskilyrði fyrir starfsmenn. Movesgood heimsækir verksmiðjur sínar reglulega til að viðhalda góðu sambandi við þær. Frekari upplýsingar um efnin og bambus lyocell er að finna hér: https://movesgood.com/pages/lyocell-bamboo

Hvernig er best að þvo fötin frá Movesgood?

Þú ættir að fylgja leiðbeiningum um þvott og umhirðu fyrir þá flík sem þú átt. Flest flíkur okkar má þvo í þvottavél og við mælum almennt með að nota stutt ullarþvottakerfi og aldrei yfir 30 gráður. Við mælum með að þú notir umhverfisvænt þvottaefni og, ef mögulegt er, reynir að þvo ekki fötin of oft, bæði til að vernda fötin og umhverfið.

Hvar fást Movesgood föt og rúmföt á Íslandi?

Movesgood rúmfötin fást einnig í verslunum Dorma, Vogue og Vistveru. Movesgood fatnaðurinn fæst í Eco húsinu og í Vistveru.